Verkefni í forvarnarvikunni
Dagana 2.-6. október var haldin forvarnavika í leik- og grunnskólum Garðabæjar. Þema vikunnar var snjalltækjanotkun og líðan og svefn undir slagorðinu "Er síminn barnið þitt?". Í vikunni var boðið upp á fræðslu þessu tengt fyrir foreldra í Garðabæ, starfsfólk skólanna og nemendur. Undirbúningur fyrir forvarnavikuna hefur staðið yfir frá því í vor og bæði starfsfólk og nemendur hafa komið að undirbúningnum. Verkefni tengt forvarnarvikunni í Flataskóla hafa verið kynnt undanfarnar vikur í morgunsamverunni. Hver árgangur sagði frá sínu verkefni og voru þau margvísleg og fjölbreytt. Sýnd voru myndbönd, söngur, leikrit, veggspjöld o.fl. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.
Opinn fræðslufundur var fyrir foreldra/starfsfólk – fimmtudagskvöldið 5. október í Sjálandsskóla, þar fluttu Björn Hjálmarssonog Arna Skúladóttir fyrirlestur um umgengni við snjalltæki, svefn og svefnvanda og hvað beri að varast. Björn ræddi einnig lífsstílsbreytingar sem koma í kjölfar nýttar tækni og hvort/hverjar ógnir lúri í farvatninu. Arna sérfræðingur í svefni og svefnvanda barna ræddi um hvaða áhrif tækin hafa á svefninn og skipulag daglegs lífs, einnig fjallaði hún um venjur foreldra og persónugerð barnsins.