4. bekkur með morgunsamveru
12.10.2017
Miðvikudaginn 11. október sáu nemendur í 4. bekk um morgunsamveruna. Að venju var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg, en þar voru fyrst bornar á borð veðurfréttir og váfréttir í umsjón Mikaels, Tómasar, Stefáns, Þórs og Valdimars. Frétta- og auglýsingaþáttur var í umsjón Elvu, Ingibjargar, Ninju, Ólafar, Rannveigar og Sædísar. Einnig voru fimleikar og dans í stóru hlutverki sem þær Guðrún, Heiðbrá, Hildur, Hrafnhildur, Karólína, Aníta, Emma, Salka, Steindís og Þóranna sáu um. Helga María stýrði grínatriði með Brynhildi og Auði af miklum skörugleik. Högna kynnti atriði dagskrárinnar. Myndir eru komnar í myndasafn skólans. Sýnishorn af atriðum er hægt að skoða á myndbandinu hér fyrir neðan.