Skólastarfið fer vel af stað
Skólastarfið fer vel af stað að þessu sinni. Nemendur og kennarar eru að finna taktinn í skólastarfinu og kynnast því. Margir nýir nemendur settust á skólabekk hjá okkur í haust og þó nokkrir starfsmenn hafa hafið störf við skólann. Það eru 533 nemendur í skólanum í 27 bekkjardeildum, 260 drengir og 273 stúlkur, þar af eru 31 barn í 4/5 ára bekk. Langfjölmennasti árgangurinn er rétt tæplega 100 nemendur í 7. bekk. Það var þétt setið í samverustund í hátíðarsal á mánudag en þröngt mega sáttir sitja og þetta hafðist allt saman, nemendur sungu nokkur lög og fengu smá fróðleik um skólastarfið að lokum. Framundan er svo haustferð starfsfólks og nemenda í Guðmundarlund í Kópavogi eins og gert hefur verið undanfarin ár og vonandi leikur veðrið við okkur eins og það hefur gert undanfarna daga.
|
|
Skólastarfið fer vel af stað
Skólastarfið fer vel af stað að þessu sinni. Nemendur og kennarar eru að finna taktinn í skólastarfinu og kynnast því. Margir nýir nemendur settust á skólabekk hjá okkur í haust og þó nokkrir starfsmenn hafa hafið störf við skólann. Það eru 533 nemendur í skólanum í 27 bekkjardeildum, 260 drengir og 273 stúlkur, þar af eru 31 barn í 4/5 ára bekk. Langfjölmennasti árgangurinn er rétt tæplega 100 nemendur í 7. bekk. Það var þétt setið í samverustund í hátíðarsal á mánudag en þröngt mega sáttir sitja og þetta hafðist allt saman, nemendur sungu nokkur lög og fengu smá fróðleik um skólastarfið að lokum. Framundan er svo haustferð starfsfólks og nemenda í Guðmundarlund í Kópavogi eins og gert hefur verið undanfarin ár og vonandi leikur veðrið við okkur eins og það hefur gert undanfarna daga.
|
|