Námsgögn ókeypis fyrir nemendur næsta skólaár
02.08.2017
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 1. ágúst s.l., að greiða fyrir námsgögn að upphæð 5000 k.r fyrir hvern nemanda í grunnskólum Garðabæjar skólaárið 2017-2018 eða um 12.500.000 kr miðað við um 2500 nemendur. Með námsgögnum er m.a. átt við stílabækur, blýanta, liti, gráðuboga o.fl. til notkunar í skólunum. Nánari útfærslu var vísað til fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar og grunnskólanna. Bæjarráð lagði jafnframt áherslu á að hagræðingar verði gætt við útfærsluna og bestu tilboða leitað. Með þessu vill Garðabær m.a. stuðla að hagkvæmni og umhverfisvænni leiðum í skólastarfi.
Foreldrum er bent á að eftir er að uppfæra upplýsingar vegna þessa og innkaupalistar skólanna verða endurskoðaðir. Nánari upplýsingar fyrir foreldra grunnskólabarna verða birtar á vefjum skólanna í síðasta lagi um miðjan ágúst mánuð.