Sumarstarfið hjá 4/5 ára bekk
Leikskólinn í Flataskóla er opinn í allt sumar. Starfssemin verður eitthvað með öðru sniði en venjulega þar sem alltaf einhver börn verða í sumarfríi og önnur í leikskólanum. Á áætlun er að hafa þriðjudaga sem ferðadaga þar sem farið verður eitthvað út fyrir skólalóðina. Nú þegar er búið að fara út í íþróttahús og á áætlun er að fara út á Flató-róluvöllinn, ylströndina í Sjálandshverfi, Hellisgerði í Hafnarfirði og heimsækja bókasafn Garðabæjar. Mánudagar eiga að vera hreyfingadagar, þá verður dans í hátíðarsal Flataskóla og útileikir. Svo er hugmyndin að vera með dótadag, bangsadag, útileikjadag og andlitsmálningu við eitthvert tækifæri. Veðurfarið stýrir starfseminni svolítið og verður hún sem mest úti þegar vel viðrar. Þórdís, Mary Ann, Dagný og Sunna sjá um sumarstarfið.