Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

UNICEF hlaupið 2017

12.06.2017
UNICEF hlaupið 2017

Nánast allir nemendur skólans tóku þátt í UNICEF hlaupinu á Samsung vellinum við skólann fimmtudaginn 1. júní s.l. Nemendur söfnuðu áheitum fyrir hvern kílómetra sem hlaupinn var. Það þurfti þrjá hringi til að hlaupa einn kílómetra. Nemendur fengu að hlaupa í 40 mínútur og fengu límmiða fyrir hvern hring sem þeir hlupu og sumir voru afar duglegir og notuðu 40 mínúturnar vel. Límmiðarnir voru settir á heimspassa sem hver nemandi fékk. Heimspassarnir fóru svo heim með nemendum til foreldra þeirra sem settu áheitin í umslag sem skilað var til ritara skólans.  Eitt er víst að allmargir kílómetrar voru hlaupnir því það söfnuðust 331.467 kr. alls. Áður en hlaupið hófst fræddu kennarar nemendur um hvað UNICEF hreyfingin stendur fyrir og hvað verður gert við peningana en hægt er að fræðast nánar um það á vef hreyfingarinnar.

 

Til baka
English
Hafðu samband