Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur kvaddir út í sumarið

08.06.2017 11:58
Nemendur kvaddir út í sumarið

Nemendur í yngstu bekkjunum voru kvaddir í morgun við hátíðlega athöfn í þremur hópum þar sem byrjað var á yngstu nemendunum. Nemendur í 5 ára bekk voru kvaddir sérstaklega með veglegri kökuveislu sem foreldrar lögðu til og fengu þeir rauða rós ásamt safnmöppu með verkum sínum frá í vetur. Kvenfélagskonur færðu þeim útskriftarhúfur sem þær höfðu prjónað sérstaklega handa þeim.  Úrslit í ljóðakeppni sem fram fer á vorin í skólanum voru tilkynnt og þau sem þóttu gera bestu ljóðin voru heiðruð með bókagjöfum og lásu þau einnig upp ljóðin sín fyrir áheyrendur í salnum.  Skólastjórinn hvatti nemendur til að lesa og brosa mikið í sumar en það þyrfti að æfa lesturinn eins og hverja aðra íþróttagrein t.d. fótbolta. Eftir orð skólastjórans fóru nemendur með kennurum sínum í bekkjarstofurnar og fengu afhentan vitnisburðinn. 
Nemendur í 7. bekk voru einnig kvaddir síðdegis í gær við hátíðlega athöfn. Tæplega 100 nemendur voru í 7. bekk í vetur í fjórum bekkjardeildum. Kennarar þeirra voru María Hrönn Valberg, Anna Lena Halldórsdóttir, Rut Ingólfsdóttir og Hanna Lóa Friðjónsdóttir. Var það flottur hópur sem kvaddi skólann að þessu sinni og óvenjulega fjölmennur. Við óskum nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra gleðilegs sumars og þökkum samstarfið í vetur og hlökkum til að sjá ykkur aftur hress og kát í haust. Myndir frá skólaslitunum er að finna í myndasafni skólans.

 

Vésteinn, Ásgeir og Friðrik

Sóley, Helga og Hrafnhildur

 

Matthildur, Lóa og Benedikt

 

 

 
Til baka

Nemendur kvaddir út í sumarið

08.06.2017
Nemendur kvaddir út í sumarið

Nemendur í yngstu bekkjunum voru kvaddir í morgun við hátíðlega athöfn í þremur hópum þar sem byrjað var á yngstu nemendunum. Nemendur í 5 ára bekk voru kvaddir sérstaklega með veglegri kökuveislu sem foreldrar lögðu til og fengu þeir rauða rós ásamt safnmöppu með verkum sínum frá í vetur. Kvenfélagskonur færðu þeim útskriftarhúfur sem þær höfðu prjónað sérstaklega handa þeim.  Úrslit í ljóðakeppni sem fram fer á vorin í skólanum voru tilkynnt og þau sem þóttu gera bestu ljóðin voru heiðruð með bókagjöfum og lásu þau einnig upp ljóðin sín fyrir áheyrendur í salnum.  Skólastjórinn hvatti nemendur til að lesa og brosa mikið í sumar en það þyrfti að æfa lesturinn eins og hverja aðra íþróttagrein t.d. fótbolta. Eftir orð skólastjórans fóru nemendur með kennurum sínum í bekkjarstofurnar og fengu afhentan vitnisburðinn. 
Nemendur í 7. bekk voru einnig kvaddir síðdegis í gær við hátíðlega athöfn. Tæplega 100 nemendur voru í 7. bekk í vetur í fjórum bekkjardeildum. Kennarar þeirra voru María Hrönn Valberg, Anna Lena Halldórsdóttir, Rut Ingólfsdóttir og Hanna Lóa Friðjónsdóttir. Var það flottur hópur sem kvaddi skólann að þessu sinni og óvenjulega fjölmennur. Við óskum nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra gleðilegs sumars og þökkum samstarfið í vetur og hlökkum til að sjá ykkur aftur hress og kát í haust. Myndir frá skólaslitunum er að finna í myndasafni skólans.

 

Vésteinn, Ásgeir og Friðrik

Sóley, Helga og Hrafnhildur

 

Matthildur, Lóa og Benedikt

 

 

 
Til baka
English
Hafðu samband