Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð var í morgun hjá nemendum skólans þar sem foreldrum/forráðamönnum þeirra var boðið að koma og skoða afurðir nýsköpunarvikunnar. En undanfarna daga hefur nýsköpun verið í gangi þar sem nemendur útfærðu hugmyndir sínar og gerðu prufur og veggspjöld til útskýringa. Margar frábærar hugmyndir litu dagsins ljós og var þeim dreift um skólann ýmist á gangana fyrir framan stofurnar eða inni í stofunum, uppi á veggjum og á borðum. Það er alveg á hreinu að nemendur okkar eru með hugmyndaflugið í lagi og ekki hræddir við að koma hugmyndum sínum á framfæri þótt lausnin sé ekki alveg í augsýn í dag. Tæknin kom mikið við sögu enda lifa nemendur okkar á hátækniöld og var mikið um að hún ætti að geta gert hitt og þetta eins og nokkrir fyrstu bekkingar létu sér detta í hug að "Kennari2" gæti komið í stað kennara sem væri veikur, en "Kennari2" er vélmenni sem fær boð frá kennaranum um hvað hann á að gera með nemendum og þar með er sennilega búið að leysa forfallakennsluvandamálið. Myndir eru komnar í myndasafn skólans af verkum nemenda.
Hér fyrir neðan er sýnishorn af hugmyndum nemenda.