Flataskólaleikar 2017
Við vorum ánægð hvernig til tókst með Flataskólaleikana í ár. Þeir fóru fram í morgun og veðrið lék við okkur og allir voru á þönum um skólalóðina að leika sér í ýmsum leikjum sem starfsfólk skólans hafði undirbúið undanfarna daga. Meðal þess sem var boðið upp á var: snú snú, hringjakast, pókó, þrautir í sambandi við Barnasáttmálann, boðhlaup, boccia, holly hú, kubbur og keila. Nemendur skiptust á að fara á stöðvarnar níu þar sem starfsfólkið var staðsett og leiðbeindi það þeim um hvernig ætti að bera sig að og allir tóku virkan þátt. Myndir frá leikunum eru komnar í myndasafn skólans. Einnig er hér myndband þar sem vel má sjá andrúmsloftið sem ríkti í morgun úti á skólalóðinni.
Flataskólaleikar 2017
Við vorum ánægð hvernig til tókst með Flataskólaleikana í ár. Þeir fóru fram í morgun og veðrið lék við okkur og allir voru á þönum um skólalóðina að leika sér í ýmsum leikjum sem starfsfólk skólans hafði undirbúið undanfarna daga. Meðal þess sem var boðið upp á var: snú snú, hringjakast, pókó, þrautir í sambandi við Barnasáttmálann, boðhlaup, boccia, holly hú, kubbur og keila. Nemendur skiptust á að fara á stöðvarnar níu þar sem starfsfólkið var staðsett og leiðbeindi það þeim um hvernig ætti að bera sig að og allir tóku virkan þátt. Myndir frá leikunum eru komnar í myndasafn skólans. Einnig er hér myndband þar sem vel má sjá andrúmsloftið sem ríkti í morgun úti á skólalóðinni.