Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 2. og 4. bekk gera sér glaðan dag

23.05.2017
Nemendur í 2. og 4. bekk gera sér glaðan dag

Kristín Ósk kennari í 4. bekk bauð nemendum í 4. bekk heim í garðinn sinn í fyrradag. Þar var boðið uppá grillaðar pylsur og íspinna í eftirrétt.
Skemmileg ferð þar sem allir fengu að njóta sín í sólinni og góða veðrinu.

Þá fengu nemendur í 2. bekk að koma á hjólum í skólann í dag og nýttu þeir sér hjólabrettapallinn sem nýlega var settur upp hér á milli Garðaskóla og Flataskóla. Einnig var sett upp þrautabraut með keilum og það voru hjólaðir ótal hringir kringum skólann og á milli keilanna og ýmsar kúnstir æfðar.

Skemmtilegt uppbrot á hefðbundnu skólastarfi. Myndir eru komnar í myndasafn skólans. 2. bekkur - 4. bekkur.

 

Til baka
English
Hafðu samband