Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Litla upplestrarkeppnin - 4. bekkur

04.05.2017
Litla upplestrarkeppnin - 4. bekkur

Nemendur í fjórða bekk buðu foreldrum/forráðamönnum í upplestrarveislu í morgun í hátíðarsal skólans. Þar var boðið upp á upplestur á sögum, ljóðum og söng. Þar var m.a. flutt kvæðið um fuglana eftir Davíð Stefánsson, örsagan um Óskirnar tvær var flutt af nemendum í 4KÞ. Nemendur í 4AG lásu upp Mánaðarþulu eftir Kristján Hreinsson. Anna Bryndís, Herdís Nanna og Tamara Lind fluttu tónlistaratriði á hljóðfærin sín, fiðlu, flautu og klarinett.   Kartöflusagan eftir Kristínu Björnsdóttur var sögð af nemendum í 4AG. Skemmtilega þulan eftir Þórarinn Eldjárn var flutt af nemendum í 4KÞ og að lokum fóru allir með ljóðið Þakklæti eftir Kristján Hreinsson. Nemendur stóðu sig með afbriðgum vel og voru samtaka og vel æfð í flutningi sínum. Það var vel mætt í áhorfendahópnum og að lokinni dagskrá var boðið upp á kaffi og meðlæti sem foreldrar/forráðamenn lögðu með sér á glæsilegt hlaðborð. Myndir frá morgninum eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband