Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjör í morgunsamveru

03.05.2017
Fjör í morgunsamveru

Það var fjör í samverunni í morgun hjá nemendum í 3. bekk en þeir sáu um dagskrána að þessu sinni. Allt efni hennar var frumsamið og unnið af nemendum með aðstoð kennaranna. Fyrst á dagskrá var frumsamið leikrit sem hét "Spáin sem rættist". Næst var atriði sem þau kölluðu "Á góðu kvöldi hjá röddunum" og síðan var dans sem Mikael og Hubert sýndu og þeir lærðu og æfðu hjá stelpunum í 6. bekk. Að lokum var leikritið um hann Palla og þar komu við sögu brún egg. Sem sagt flott dagskrá hjá krökkunum. Myndir frá samverunni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband