Gestir heimsækja skólann
Í síðustu viku komu ungverskir gestir í heimsókn til að fylgjast með skólastarfi í Flataskóla. Þetta voru þrír kennarar og skólastjóri og höfðu þeir fengið styrk hjá Evrópuráðinu til ferðarinnar. Þeir heimsóttu alla árganga skólans, fylgdust með íþróttakennslu, tölvukennslu, bekkjarkennslu og heimilisfræði. Einnig áttu þeir fund með báðum skólastjórum Flataskóla og Garðaskóla. Þeir hafa áhuga á að vinna samskiptaverkefni með Flataskóla og haldinn var fundur með nokkrum kennurum í skólanum sem sýndu áhuga á samstarfi. Margt bar á góma á fundinum um viðfangsefni samstarfsins, en það er ekki endanlega ákveðið. Ungverjarnir eru með mjög marga sérkennslunemendur eða um 120 í 600 nemenda skóla og höfðu áhuga á að vinna eitthvað með það. Gætum við sjálfsagt margt lært af þeim í slíku samstarfi. Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndsafn skólans.