Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Quizlet og vísindi

05.04.2017
Quizlet og vísindi

Nú hefur þriðji og síðasti vísindamaðurinn heimsótt nemendur í 6. bekk til að spjalla við þá um fræðin sín og var þemað að þessu sinni um veðrið. Einar Sveinbjörnsson kom og fjallaði um veðurfyrirbæri og það nýjasta sem verið er að rannsaka núna. Hann talaði um ýktar breytingar í veðrinu og hvatti krakkana til að fylgjast með því og skrá jafnvel niður hvernig veðrið er hverju sinni. Nú er verið að vinna úr efni þessara heimsókna og hafa kennarar búið til verkefni á vefnum Quizlet úr efni fyrirlestranna og námsbókanna þar sem nemendur vinna í hópum við að leysa viðfangsefnin. Fleiri myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband