Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak Ævars

22.03.2017
Lestrarátak Ævars

Lestrarátaki Ævars er nú lokið en það stóð frá áramótum til 1. mars. Markmiðið var að fá krakka til að lesa meira. Við söfnuðum saman lestrarmiðunum þar sem krakkarnir skráðu nöfn bókanna sem þeir lásu á þessum tíma. Í lokin voru nöfn þriggja nemenda dregin úr kassanum og þeir verðlaunaðir með bókagjöf. Þetta voru þau Aþena Líf í 2. bekk, Lóa María í 6. bekk og Arnar Hugi í 5. bekk sem hrepptu vinningana að þessu sinni. Nemendur voru misduglegir að lesa eftir því í hvaða árgangi þeir voru og voru nemendur í 2. bekk þar langduglegastir og lásu tæplega 40% af bókunum sem lesnar voru í skólanum en alls voru lesnar rúmlega 1300 bækur. Hægt er að lesa nánar um lestrarátakið á vefsíðu Ævars.

             

Til baka
English
Hafðu samband