Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagurinn

01.03.2017
Öskudagurinn

Öskudagurinn hófst með pompi og prakt í morgun í Flataskóla. Aron Brink kom með fríðu föruneyti í morgunsamveruna og söng fyrir okkur "Eurovisionlagið" sitt sem hann ætlar að flytja á laugardaginn. Síðan var sett upp diskó sem nemendur í 7. bekk stjórnuðu. Nemendur höfðu á undanförnum dögum safnað sælgæti til að fá fyrir ýmis konar þrautir sem settar voru upp á 8 stöðum í skólanum í dag. Þrautirnar voru meðal annars að slá köttinn úr tunnunni, syngja lag, smakka þorramat, gretta sig, búa til myndastyttu, segja brandara, kasta hringjum og grípa prik. Allt gekk þetta vel fyrir sig og var að lokum boðið upp á pizzu í matsalnum. Nemendur fengu að fara heim að þessu loknu kusu þeir það en hinir sem vildu vera áfram fengu að horfa á kvikmyndir, spila eða lesa fram að skólalokum. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband