Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinna með barnasáttmálann

06.02.2017
Vinna með barnasáttmálann

Nemendur í fimmta bekk unnu með Barnasáttmálann á skemmtilegan hátt í morgun. Kennarinn þeirra notaði Quizlet vefinn til að gera vinnuna og námið fjölbreyttara og tengja það betur við upplýsingatæknina, lífsleikni og hópvinnu. Flataskóli, Laugarnesskóli og Laugalækjarskóli eru fyrstu Réttindaskólar UNICEF á Íslandi þar sem fjallað er um Barnasáttmálann og var samkomulag þess efnis undirritað í haust og er það alþjóðlegt vottunarverkefni sem sýnt hefur mikinn árangur alþjóðlega. Greinar barnasáttmálans eru 54 þar sem fjallað er um réttindi barnsins og hafa flestar þjóðir heims þegar staðfest og fullgilt hann. Markmiðið er að byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, auka þekkingu á mannréttindum og stuðla  að gagnkvæmri virðingu innan skólasamfélagsins. Barnasáttmálann má sjá í heild sinni á gagnvirka námsvefnum Barnasattmali og einnig má lesa frekar um þetta verkefni á vefsíðu UNICEF. Flataskóli er tilraunaskóli, ásamt tveimur öðrum skólum á Íslandi, þar sem vinna við sáttmálann hófst í haust við að kynna hann börnum á Íslandi. Myndir frá vinnunni í morgun er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband