Kennarar á örnámskeiði
Nokkrir kennarar úr skólunum í Garðabæ komu saman í Flataskóla í gær til að fara á námskeið sem kennsluráðgjafar Garðarbæjar í tölvu- og upplýsingatækni héldu. Áður var búið er að halda tvö námskeið og er þetta það þriðja. Áður var fjallað um Google Drive og iMovie en að þessu sinni var Quizlet tekið fyrir. Quizlet er frítt verkfæri á netinu þar sem kennarar geta fundið verkefni, lagfært og staðfært eða búið til ný. Mjög auðvelt er að útbúa þarna efni og leyfa nemendum að leika sér með það. Hægt að æfa sig, fara í leiki, taka sjálfspróf og vinna með öðrum allt með sama efnið. Þarna býðst skemmtileg aðferð við að læra. Strax í dag var einn af kennurunum í skólanum okkar búinn að útbúa til verkefni og prófa með nemendum sínum og gekk það bara mjög vel og voru þeir mjög áhugasamir. Myndir eru komnar á myndasafn skólans.
Hér eru nokkrir af kennurunum sem komu saman á námskeiði í Flataskóla í gær.