Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

eTwinningverkefnið "Evrópska keðjan"

16.01.2017
eTwinningverkefnið "Evrópska keðjan"

Nú hafa nemendur í fjórða bekk lokið við að búa til dómínó-keðjuna í eTwinningverkefninu "European Chain Reaction"sem við vinnum með nemendum og kennurum í 22 öðrum skólum í Evrópu. Umsjónarkennarar bekkjanna leiða verkefnið en þeir eru Kristín Ósk og Auður. Er þetta í sjöunda sinn sem við tökum þátt í þessu verkefni og er það alltaf jafn gaman og nemendur spenntir fyrir verkefninu. Það gengur mikið á þegar á þessu stendur og markmiðið er að búa til flottustu keðjuna og þegar því er lokið, þá er tekið myndband af henni og sett á bloggsíðu verkefnisins. Þar er líka hægt að sjá keðjurnar/myndböndin frá öllum hinum skólunum. Síðan skoða nemendur öll myndböndin og gefa þeim stig og sú sem fær flest stigin vinnur auðvitað. Þarna gefst nemendum tækifæri á að sjá hvernig nemendur í öðrum skólum vinna að samskonar verkefnum og þeir fá einnig að skyggnast inn í skólana í gegnum myndböndin. Í verkefninu koma margar námsgreinar við sögu eins og lífsleikni, enska, samvinna, landafræði, saga, eðlisfræði o.s.frv. Hægt er að lesa um verkefnið á heimasíðu skólans. Myndir frá verkefnavinnunni eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband