Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Microbit námskeið

09.01.2017
Microbit námskeið

Haldið var námskeið fyrir nemendur og kennara í 6. og 7. bekk í dag í litlu örtölvunni Microbit. Allir nemendur í 6. og 7. bekk fengu þessar örtölvur gefis frá menntamálaráðuneytinu fyrr í vetur. Björn frá Nýherja kom og sýndi nemendum hvernig tölvan virkaði og hvað væri hægt að gera skemmtilegt með henni. Farið var yfir helstu skipanir (scratch forritunarmál) og bent á verkefni sem hægt væri að skoða bæði myndrænt og á texta  og liggur á netinu til að prófa sig áfram. En æfingin skapar meistarann og nú er um að gera að æfa sig. Allir nemendur í þessum bekkjum fá að prófa tölvurnar með kennurum sínum næstu daga. Vonandi kveiknar áhugi hjá krökkunum og e.t.v. verður einhver þeirra framtíðarforritari? Myndir frá námskeiðinu eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband