Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskaungar

13.03.2016
Páskaungar

Páskaungarnir komu í heimsókn á mánudag í síðustu viku og kúrðu í hitakassanum sínum á bókasafnsganginum alla vikuna. Þar var mikið fjör á ganginum og allir vildu skoða ungana og fylgjast með þeim. Annar bekkur fékk það hlutverk eins og alltaf að hugsa um ungana sem að þessu sinni eru tíu og allir mismunandi á litinn enda komnir af landnámshænunum. Nemendur viktuðu ungana daglega og skráðu breytingarnar í töflu upp á vegg þ.e.a.s. hvað þeir stækkuðu og þyngdust. Ungarnir fengu skemmtileg nöfn sem valin voru í samráði við nemendurna og voru þeir í hitakassanum fram á föstudag en þá voru þeir orðnir svo stórir að þeir voru farnir að gera tilraunir með flug upp úr kassanum. Nemendur í tveimur leikskólum Bæjarbóli og Kirkjubóil komu í heimsókn og fengu að skoða ungana undir umsjón kennaranna. Síðdegis á föstudaginn voru ungarnir fluttir aftur í sveitina sína upp á Kjalarnes þar sem þeir áttu þrettán  bræður og systur sem fögnuðu þeim vel.  

Til baka
English
Hafðu samband