Upplestrarkeppni 7. bekkja
Upplestrarkeppni 7. bekkja fór fram í gær við hátíðlega athöfn. Þetta er forkeppni meðal 7. bekkinga til að velja fulltrúa í Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Kirkjuhvoli 15. mars n.k. Dómarar voru utanaðkomandi en það voru skólastjórar Garðaskóla og Víðistaðaskóla og Ásta Sölvadóttir úr Klifinu. Þrettán nemendur lásu upp úr bók eftir Guðrúnu Helgadóttur og á meðan dómarar báru saman ráð sín spilaði Tinna Margrét á píanó og fjórar stúlkur úr 7. bekk dönsuðu frumsaminn dans fyrir áheyrendur. Kynnar voru Axel og Kristína en þau fluttu kynningu á viðburðinum á afar glæsilegan hátt. Þrjár stúlkur urðu hlutskarpastar en þær voru Júlíana Karítas og Bryndís Brynjólfsdóttir og til vara Guðný Hlín Kristjánsdóttir. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal og stúlkurnar þrjár fengu að auki bók að gjöf. Myndir frá athöfninni eru komnar inn í myndasafn skólans.
Hér fyrir neðan er myndband af upplestri allra nemendanna sem tóku þátt í upplestrinum.