Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jón Þór vann í eldvarnakeppninni

12.02.2016
Jón Þór vann í eldvarnakeppninni

Í desember s.l. fengum við í heimsókn slökkviliðsmenn sem kynntu eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hjá öllum nemendum í 3. bekk. Nemendur fengu að skoða bíla, tól og tæki sem slökkviliðsmenn nota í vinnunni ásamt því að fá fræðslu um eldvarnir. Þá fengu nemendur að taka þátt í eldvarnargertraun að fræðslu lokinni og voru vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda inn réttar lausnir. Nú er búið að draga úr réttum lausnum og var einn nemandi í Flataskóla Jón Þór Pálsson sem svo heppinn að  hljóta þessi verðlaun sem voru peningaupphæð, viðurkenningarskjal, reykskynjari og buff. Meira er hægt að lesa um þetta á heimasíðu Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

    

 

 

Til baka
English
Hafðu samband