Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. AH - Mystery Skype við Bulgariu

05.02.2016
6. AH - Mystery Skype við Bulgariu

Nemendur í 6. AH tóku þátt í Mystery Skype fundi í gærdag. Þeir áttu að finna hvar nemendur sem þeir voru að tala við voru staddir í heiminum og hinir áttu að finna þá. Við urðum hlutskarpari og fundum Bulgaríu eftir 20 mínútur með því að spyrja já og nei spurninga. Nemendur áttu svo nokkur samskipti sín í milli í lokin og auðvitað spurðu strákarnir um boltann og sýndu stoltir stjörnumerkið á peysunum sínum. Nemendur í Bulgaríu voru 9 ára og voru ótrúlega flottir að spyrja á ensku. Margt skemmtilegt kom í ljós eins og að letrið þeirra var öðruvísi en okkar og að töluorðin voru mörg hver ekkert svo ólík í tungumálunum, en hóparnir kenndu hver öðrum að telja upp að fimm. Var þetta hin besta skemmtun og er það öruggt að margir hafa lært þó nokkuð í landafræði fyrir utan ýmislegt annað. Sem sagt flottur landafræðitími. Myndir frá atburðinum eru komnar í myndasafn skólans. Myndbandið hér fyrir neðan sýnir smábrot af því sem fram fór milli bekkjanna í gær á fundinum.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband