Morgunsamvera í umsjón 1. bekkinga
Það runnu tvær grímur á nemendur í 1. bekk þegar þeir sáu allan fjöldan af krökkunum sem söfnuðust saman í hátíðarsalnum í morgun, en það voru rúmlega 400 börn sem settust á gólfið hvert á sinn stað eins og þau gera þrisvar í viku. Fyrstu bekkingarnir sáu sem sagt um morgunsamveruna og voru búnir að æfa vel fyrir hana dagana á undan og höfðu eldri bekkingar aðstoðað dyggilega við æfingarnar. Á dagskrá voru tónlistaratriði, bæði píanó og flautur, dansatriði bæði drengja og stúlkna. Nokkrir drengir sögðu brandara og sýndu jógaæfingar og að lokum sungu allir lagið "Ekki missa sig" sem átti vel við í tilefni dagsins því lífshlaupið hófst í dag sem allir nemendur skólans eru að sjálfsögðu þátttakendur. Myndir frá samverunni eru komnar í myndasafn skólans.