Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustfundir

24.09.2015
Haustfundir

Haustfundum í Flataskóla er nú lokið en þeir fóru fram síðast liðnar tvær vikur. Markmið með haustfundunum er að foreldrar fái tækifæri til að kynnast innbyrðist, kynnast starfsfólki skólans og innviðum hans. Kennarar fara yfir ýmsa þætti og venjur í skólastarfinu eins og klæðnað, nesti og annað.  Fundirnir voru haldnir síðdegis eftir að skóla lauk og var tímasetningin valin með það að markmiði að flestir ljúka vinnu klukkan 17:00. Við þökkum þeim foreldrum/forráðamönnum sem komu og heimsóttu okkur við þetta tækifæri. Sýnt hefur verið með fjölmörgum rannsóknum að því meira sem foreldrar vita um nám barna sinna og taka þátt í því, þeim mun betri árangur næst í skólastarfinu bæði náms- og félagslega.

Til baka
English
Hafðu samband