Heimsókn frá UNICEF
Sigga og Hjördís starfsmenn hjá UNICEF komu í samveruna í morgun til að taka á móti söfnunarfé frá nemendum í Flataskóla. Nemendur höfðu safnað fé til að styðja við börn í Nepal vegna jarðskjálftanna sem voru þar í síðasta mánuði. Þeir söfnuðu með því að gera eitthvert viðvik heima fyrir eða hjá afa, ömmu, frænda eða frænku og fá laun fyrir. Söfnuðust rúmlega 420 þúsund kr. sem afhentar voru til starfsmannanna frá UNICEF í morgun. Nemendur fengu einnig fræðslu og myndasýningu um hvernig fénu er ráðstafað.
Heimsókn frá UNICEF
Sigga og Hjördís starfsmenn hjá UNICEF komu í samveruna í morgun til að taka á móti söfnunarfé frá nemendum í Flataskóla. Nemendur höfðu safnað fé til að styðja við börn í Nepal vegna jarðskjálftanna sem voru þar í síðasta mánuði. Þeir söfnuðu með því að gera eitthvert viðvik heima fyrir eða hjá afa, ömmu, frænda eða frænku og fá laun fyrir. Söfnuðust rúmlega 420 þúsund kr. sem afhentar voru til starfsmannanna frá UNICEF í morgun. Nemendur fengu einnig fræðslu og myndasýningu um hvernig fénu er ráðstafað.