Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera í umsjón 4 og 5 ára nemenda

27.05.2015
Morgunsamvera í umsjón 4 og 5 ára nemenda

Nemendur í 4 og 5 ára bekk sáu um samveruna í morgun. Þema dagsins var um Línu langsokk en hún átti nýlega 70 ára afmæli. Nemendur sýndu persónur og hluti sem þeir höfðu unnið með undanfarið og sunginn var Línusöngurinn góði "Hér skal nú glens og gaman... " við undirleik Jóns Bjarna tónmenntakennara. Fjöldi gesta kom í heimsókn enda var boðið upp á kaffi að lokinni samveru í bekkjarstofunum. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tækifæri og settar saman í eina sýningu og sýna stemninguna sem var í salnum.

 

Til baka
English
Hafðu samband