Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flataskólaleikarnir

19.05.2015
Flataskólaleikarnir

Nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt í Flataskólaleikunum í morgun samkvæmt hefðbundinni venju. Veður var þokkalegt þótt frekar væri kalt í lofti og sást sólin af og til. Allt gekk samkvæmt áætlun sem starfsfólk skólans hafði áður skipulagt. Nemendum var skipt í hópa þvert á árganga og fóru þeir á milli níu stöðva sem settar voru upp hér og þar á skólalóðinni. Aðstoðuðu eldri nemendur þá yngri og var ánægjulegt að sjá hve vel þeir sáu um ungu nemendurna. Á dagskrá var m.a. dans í hátíðarsal, svampakast, blöðru- og pílukast, pókó, kubbur, æfingar á hreystivelli, samvinnuboðhlaup og endað var á danssýningu úti á skólalóðinni. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband