5 ára fagnar 10 ára afmæli eTwinning
Í dag er haldið upp á afmæli eTwinning en það eru 10 ár síðan þetta skólasamfélag var stofnað á netinu þar sem kennarar og skólafólk geta komist í samband við hvert annað og unnið saman verkefni á netinu. Flataskóli hefur tekið þátt í nær 40 samstarfsverkefnum á vegum eTwinning síðan það var stofnað og má þar nefna m.a. schoolovision og Evrópsku keðjuna, en Flataskóli er eini fulltrúi Íslands í þessum tveimur verkefnum.
Í tilefni dagsins brugðu nokkrir nemendur á leik og röðuðu upp stöfum með orðinu "eTwinning 10 years". Einnig var tekið viðtal við nemendur í 4. bekk sem tóku þátt í keðjuverkefninu í vetur sem er eTwinningverkefni rúmlegar 20 skóla í Evrópu.
Hér er hægt að sjá hvað aðrir skólar lögðu til í tilefni afmælisins.
5 ára börn leika sér með eTwinning stafina úti í sólinni á skólalóðinni.
Hjalti, Martin og Nökkvi segja frá eTwinningverkefni sem þeir tóku þátt í.