Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskaungarnir

23.03.2015
Páskaungarnir
Páskaungarnir eru nú komnir í hitakassann sinn sem er á ganganum fyrir framan bókasafnið. Þar er nú mikið fjör og vilja allir skoða þá og helst klappa þeim líka. Annar bekkur fær alltaf það hlutverk að hugsa um ungana sem að þessu sinni eru níu og allir mismunandi á litinn. Nemendur vikta þá daglega og skrá hjá sér breytingarnar þ.e.a.s. hvað þeir stækka og þyngjast. Þeir gefa þeim líka nöfn sem ekki er búið að velja ennþá en verður gert í samráði við alla nemendur í 2. bekk. Ungarnir fá að vera í hitakassanum fram á föstudag en þá verða þeir orðnir svo stórir að hætta er á að þeir flögri upp úr kassanum. Föstudagurinn 27. mars er svo síðasta kennsludagur fyrir páska og þá fá ungarnir að fara í sveitina sína upp á Kjalarnes og krakkarnir í páskafríið sem stendur fram yfir páska en mæting er aftur í skólann þriðjudaginn 7. apríl. 

 


   
     
Til baka
English
Hafðu samband