Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin 2015

20.03.2015
Stóra upplestrarkeppnin 2015

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness s.l. miðvikudag. Nemendur úr 7. bekk í Garðabæ og Seltjarnarnesi kepptu á hátíðinni. Tólf nemendur spreyttu sig á upplestri á fyrirfram ákveðnum texta sem var úr skáldsögunni "Öðruvísi fjölskylda" eftir Guðrúnu Helgadóttur og ljóði eftir Anton Helga Jónsson. Auk þess fengu nemendur að lesa ljóð að eigin vali í síðustu umferðinni. Skemmtiatriði voru flutt af nemendum úr skólunum sem voru í formi dans og söngs. Þrír nemendur úr Flataskóla tóku þátt í hátíðinni en þeir voru: Thelma Ósk Tryggvadóttir, Rósa Elísabet Markúsdóttir og til vara var Hulda Fanný Pálsdóttir. Þeir sem hlutu þrjú fyrstu sætin voru: Guðrún Margrét Bjarnadóttir úr Hofsstaðaskóla, Gígja Hafsteinsdóttir úr Sjálandsskóla og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson úr Vífilsskóla. Ásgerður bæjarstjóri Seltjarnarness afhenti öllum lesurum bók frá Félagi íslenskra bókaútgefenda sem viðurkenningu fyrir þátttökuna auk þess fengu þátttakendur líka viðurkenningu "Radda samtaka" og gjafabréf frá Íslandsbanka. 

Til baka
English
Hafðu samband