Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sólmyrkvi

20.03.2015
Sólmyrkvi

Nemendur okkar sýndu mikinn áhuga á sólmyrkvanum sem var í morgun. Allir nemendur og starfsfólk fengu sólmyrkvagleraugu sem send höfðu verið í skólann sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness gaf til skólans. Allir fóru út rúmlega níu í morgun og fylgdust með þegar tunglið leið fyrir sólina hægt og rólega á um það bil klukkustund. Sumir komu sér vel fyrir uppi á hinum og þessum íþrótta- og leiktækjum sem fundust á skólalóðinni. Við vorum líka hreint ótrúlega heppin með veður en það var heiðskírt og bjart og ekkert sem truflaði þetta náttúrufyrirbæri. Nemendur veltu þessu fyrir sér sín á milli og spurðu mikið m.a. spurði einn nemandinn hvort tunglið væri týnt núna? Annar sagði "þetta er eins og tunglið" þegar hann sá sólina bak við skuggann á tunglinu. Hægt er að lesa frekar um sólmyrkvann á vef Stjörnufræðivefsins.  Myndir frá því í morgun eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband