Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Gefðu allt sem þú átt"

13.03.2015
"Gefðu allt sem þú átt"

Eftirvænting ríkti í skólanum í morgun vegna Flatóvisionhátíðar sem fram fór í hátíðarsalnum eftir hádegi. Aðalæfing var strax í morgun þar sem nemendur fóru yfir dagskrána. Átta atriði voru á dagskrá eða tvö frá hverjum árgangi. Nemendur höfðu lagt mikið á sig við undirbúning, það voru útbúnir flottir búningar, frumsamdir dansar og fleira í þeim dúr til að allt yrði sem flottast. Nemendur sáu sjálfir um kynningu á dagskráratriðum, þeir tóku atriðin upp á myndband, "rótarar" voru á stjái á sviðinu en þeir sáu um að allt væri til taks sem á þurfti að halda. Ljósa- og hljóðmenn voru með allt á hreinu enda fór hátíðin vel fram og allir vildu auðvitað vinna. Hlutskarpastar urðu stúlkur í 7. bekk með lagið hans Jóns Jónssonar "Gefðu allt sem þú átt". Dómurunum fannst erfitt að velja þar sem hóparnir voru allir afar frambærilegir og flottir, enda flottir krakkar í Flataskóla.  Á meðan dómarar voru að ráða ráðum sínum spilaði Jóel í 3. bekk á fiðlu með föður síðum honum Peter og Jóni Bjarna tónmenntakennara. Myndir eru komnar inn í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband