Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvision á föstudag

10.03.2015
Flatóvision á föstudag

Þá er enn einu sinni komið að því að halda Flatóvision í Flataskóla. Flatóvision er sniðið eftir Eurovision fyrirmynd.  Nemendur í 4.- 7. bekk eiga kost á að koma með atriði til að keppa í Flatóvision. Sigurlagið verður framlag skólans í eTwinning verkefnið Schoolovision sem skólinn hefur tekið þátt í árlega síðan 2009. Búið er til myndband með sigurvegurunum sem sent er í keppnina. Tvö atriði mega koma frá hverjum af eldri árgöngunum en nemendur í 1. til 3. bekk eiga kost á að koma með skemmtiatriði í hléinu á meðan dómarar eru að velja sigurlagið. Nemendur eru yfirleitt með bæði dans og söng og verður lagið og textinn að vera eftir íslenska höfunda. Föstudaginn 13. mars milli kl. 13:00 og 14:00 verður svo aðalhátíðin í hátíðarsalnum þar sem allir keppendur koma fram fyrir fullum sal af áhorfendum og dómarana sem eru fimm. Einn dómari er venjulega valinn úr hópi vinsælla tónlistarmanna og að þessu sinni kemur einn af Pollapönkurunum. Hinir eru fulltrúar úr nemendaráði Garðaskóla og gjarnan fyrrverandi nemendur Flataskóla, aðrir dómarar eru starfsmenn skólans. Verkefni þetta er afar vinsælt meðal nemenda í skólanum og byrja þeir oft að spá og spegulera fyrir næsta ár strax og Flatóvision lýkur um vorið. Myndir frá æfingum í vikunni eru að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband