Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnasáttmálinn

24.11.2014
Barnasáttmálinn

Umboðsmaður barna gaf út veggspjald með myndum af barnasáttmálanum sem ætlað er börnum á leikskólaaldri og í yngri bekkjum grunnskóla Þetta er gert í tilefni 25 ára afmælis barnasáttmálans 20. nóvember 2014. Myndirnar á veggspjaldinu eiga að útskýra innihald sáttmálans. Veggspjald þetta var kynnt í morgunsamverunni fyrir helgi og hangir  á þremur stöðum í skólanum þar sem börnin geta kynnt sér það frekar. Hér er hægt að nálgast barnasáttmálann í heild sinni, en einnig eru á vef umboðsmannsins útskýringar á myndunum á veggspjaldinu.

Til baka
English
Hafðu samband