Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rýmingaræfing í skólanum

21.11.2014
Rýmingaræfing í skólanum

Það var brunaæfing í skólanum í gær og um leið var hleypt af stokkunum árlegu eldvarnarátaki Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Í hátíðarsal skólans fluttu bæjarstjóri Garðabæjar og formaður Landssambandsins ávörp og fræddu nemendur m.a. um eldvarnir. Slökkviliðsmenn  heimsækja nemendur í 3. bekk grunnskólanna um allt land í þessu átaki. Einnig fá þeir nemendur tækifæri til að taka þátt í eldvarnargetraun sem þeir leysa í samvinnu við fjölskyldu sína og er verðlaunum heitið fyrir réttar lausnir.

Nemendur í 3. bekk í skólanum fengu síðan að skoða slökkvibíl sem staddur var á svæðinu og leiðsögn frá slökkviliðsmanni um  hvernig öllu er fyrirkomið í bílnum.

Myndir frá æfingunni eru í myndasafni skólans.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband