Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vilhelm og Kristín Svava

07.11.2014
Vilhelm og Kristín Svava

Í morgun komu ljóðskáldið Kristín Svava Tómasdóttir og rithöfundurinn, tónlistar- og dagskrárgerðarmaðurinn Vilhelm Anton Jónsson (Villi naglbítur) í heimsókn til vinabekkjanna 1. og 4. bekkja. Þau fluttu dagskrá í salnum sem kallast "Tilraunir með orð og efni". Vilhelm sýndi þeim ýmsar tilraunir með bók, blöðru og hárþurrku, en Kristín sýndi þeim skrýtin ljóð og einnig flutti hún eitt þeirra með tilþrifum. Listamennirnir áttu athygli nemenda allan tímann enda margt að gerast á sviðinu bæði á því sjónræna og hljóðræna.

Myndir frá heimsókninni eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband