Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. bekkur með morgunsamveruna

05.11.2014
6. bekkur með morgunsamveruna

Í morgun stigu 6. bekkingar á svið í morgunsamverunni og sýndu hvað í þeim bjó. Þarna var sett á svið jógakennsla, spilað á selló og fiðlu lagið Litli Vívaldi, Askur sagði brandara, Gunnhildur og Helena sungu lögin Rude og Granade, þá sýndu tveir hópar nemenda dans og að lokum dansaði allur hópurinn á sviðinu "Fiesta Buena Zumba" og nánast allir í salnum dönsuðu með. Krakkarnir í 6. bekk mega eiga heiðurinn af vel heppnaðri samveru og var undirbúningur alveg í þeirra höndum. Myndir frá samverunni eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband