Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðileg jól

20.12.2013
Gleðileg jól

Í dag voru jólaskemmtanir haldnar í hátíðarsal skólans og var þetta síðasti dagurinn sem nemendur koma í skólann á árinu. Jólaleyfi hefst mánudaginn 23. desember en nemendur koma aftur í skólann föstudaginn 3. janúar 2014.

Jólaskemmtanirnar fóru fram með hefðbundnum hætti að venju. Fyrst var gengið í kring um jólatréð og síðan sýndu fimmtu bekkingar helgileik.  Annar, fjórði og sjötti bekkur voru með skemmtiatriði. Haldnar voru tvær jólaskemmtanir um morguninn þar sem vinabekkir voru saman. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans. 

 

Til baka
English
Hafðu samband