Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2.bk. jólaljós í Reykjavík

14.12.2013
2.bk. jólaljós í Reykjavík

Fimmtudaginn 12. desember fóru nemendur í  2. bekk i Reykjavíkurferð og tóku þeir strætisvagn fram og til baka sem þeim þótti afar spennandi. Markmið ferðarinnar var að skoða jólaljósin í Reykjavík. Borgin er fallega skreytt núna með marglitum jólaljósum, jólabjöllum og alls konar skrauti sem gleður augað og var margt fallegt að sjá. Ekki spillti fyrir að sjá nokkra jólasveina á sveimi. Nemendur litu einnig á endurnar á tjörninni og fóru  á kaffihúsið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar var boðið upp á súkkulaði með rjóma og smákökur. Á eftir var stóra líkanið af Íslandi skoðað og sungið og dansað í kringum jólatréð. Frábær kaffihúsastemming með frábærum krökkum. Síðan var arkað út á Austurvöll og sungið og dansað í kringum jólatréð þar. Rúsínan í pylsuendanum var svo að fara í Þjóðminjasafnið og sjá hann Stekkjastaur. Sveinki  hafði komið í bæinn um nóttina og gefið þeim í skóinn. Þarna var hann í öllu sínu veldi að skemmta börnunum. Myndir frá ferðinni er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband