Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólatréð á Garðatorgi

10.12.2013 11:02
Jólatréð á GarðatorgiLaugardaginn 7. desember voru ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi.  Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi. Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Vernø Holter, afhenti tréð fyrir hönd Asker og Gunnar Einarsson bæjarstjóri veitti því viðtöku. Gunnar fékk svo til liðs við sig tvo nemendur úr Flataskóla til að aðstoða við að tendra ljósin á jólatrénu. Þarnæst komu nemendur úr Flataskóla upp á svið og sungu falleg jólalög og fengu að lokum aðstoð frá tveimur jólasveinum sem skemmtu áhorfendum með söng og gleði.

Til baka

Jólatréð á Garðatorgi

10.12.2013
Jólatréð á GarðatorgiLaugardaginn 7. desember voru ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi.  Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi. Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Vernø Holter, afhenti tréð fyrir hönd Asker og Gunnar Einarsson bæjarstjóri veitti því viðtöku. Gunnar fékk svo til liðs við sig tvo nemendur úr Flataskóla til að aðstoða við að tendra ljósin á jólatrénu. Þarnæst komu nemendur úr Flataskóla upp á svið og sungu falleg jólalög og fengu að lokum aðstoð frá tveimur jólasveinum sem skemmtu áhorfendum með söng og gleði.

Til baka
English
Hafðu samband