Láta gott af sér leiða
Nemendur og kennarar eru nú í óðaönn að útbúa varning sem á að setja á jólamarkað föstudaginn 13. desember og skal allur ágóði renna til hjálparstarfs á Filipseyjum vegna fellibylsins sem reið þar yfir fyrir nokkru. Í þemavinnunni blandast eldri og yngri nemendur saman í hópa sem vinna að hvers kyns skapandi verkefnum. Nemendur búa meðal annars til jólakort, jólaluktir, smákökur, kókoskúlur og glerlistaverk. Einnig fara söng- og hljóðfærahópar um bæinn og gleðja eldri borgara í Jónshúsi og á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Á skrifstofunni verður einnig söfnunarbaukur þar sem tekið verður á móti frjálsum framlögum. Á föstudeginum jólamarkaðurinn opinn frá klukkan 8.30 til 14:00 eða strax eftir jólasamsögninn í morgunsamverunni og er því kjörið fyrir foreldra og viðskiptavini jólamarkaðarins að taka þátt í jólasöngunum með okkur. Fleiri myndir er að finna í myndasafni skólans.