Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. bk. heimsækir Bessastaði

02.12.2013
2. bk. heimsækir Bessastaði

Í dag fóru nemendur í 2. bekk í heimsókn að Bessastöðum. Ferðin hófst á strætisvagnaferð út á Álftanes og á móti nemendum tók Júlíus umsjónarmaður Bessastaða sem leiddi þá um svæðið og sagði þeim sögu Bessastaða og Bessastaðakirkju. „Saga Bessastaða er hluti af íslenskri þjóðarsögu allt frá landnámstíð til vorra daga. Rannsóknir fornleifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu íbúar á Bessastöðum settust þar að á landnámsöld og búseta hefur verið þar óslitið síðan. Á þjóðveldisöld bjó þar skáldið og höfðinginn Snorri Sturluson eins og getið er um í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar.“ „Árið 1805 fluttist Hólavallaskóli, eini lærði skóli landsins, til Bessastaða og hlaut þá heitið Bessastaðaskóli. Hann starfaði þar til 1846 að hann flutti til Reykjavíkur.“ 
Þetta var afar vel heppnuð vettvangferð með nemendum sem stóðu sig mjög vel og voru sér og sínum til mikils sóma.  Endilega skoðið myndirnar frá heimsókninni.

Til baka
English
Hafðu samband