Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvað er framundan?

26.11.2013
Hvað er framundan?Ágætu foreldrar

Nú fer senn að líða að desembermánuði og erum við starfsmennirnir í óða önn að sanka að okkur hugmyndum að jólaföndri fyrir börnin svo hægt sé að skreyta Krakkakotið okkar vel í aðdraganda jólanna. Hefðbundin dagskrá Krakkakots mun halda sér óbreytt í desember en mun þó að sjálfsögðu litast af undirbúningi jólanna, jólasveinum, jólaskrauti og öðrum skemmtilegheitum.

Nú þegar farið er að dimma svona snemma dags höfum við brugðið á það ráð að slökkva hjá okkur ljósin og kveikja á kertum í síðdegishressingunni sem fallið hefur í góðan jarðveg enda gaman að breyta örlítið til við og við.

Í byrjun næsta mánaðar verða sendar út skráningar vegna þeirra daga sem opið verður hjá okkur í jólaleyfinu. Skráningu fyrir þá daga mun ljúka 13. desember nk.

Inn á vefsíðuna okkar eru komnar nokkrar myndir úr Krakkakoti og má þar sjá börnin taka þátt í daglegri starfsemi Krakkakots. Myndasafnið er hér.

Áfram minnum við svo á mikilvægi þess að láta vita ef barn mætir ekki í Krakkakot með því að hringja í s. 565-8319 eða s. 820-8557, einnig er hægt að senda SMS skilaboð. Líka er hægt að senda tölvupóst á tomstundaheimili@flataskoli.is.

Tilkynningar um breytta dagvistun, hvort sem um er að ræða uppsögn eða breytingu á vistunartíma, skal svo berast umsjónarmanni fyrir 20. hvers mánaðar, annars ganga breytingarnar ekki í gegn.

Með Krakkakotskveðju,

Rósa, Sigrún, Anna, Florentina og Helgi
Til baka
English
Hafðu samband