Samverustund á degi íslenkrar tungu
Samverustundin í morgun var með hátíðlegra móti í tilefni "Dags íslenkrar tungu". Nemendur sögðu frá því hvers vegna þessi dagur er haldinn hátíðlegur á Íslandi. Dagurinn er einnig valinn til að setja af stað "Stóru upplestrarkeppnina sem 7. bekkingar um allt land taka þátt í. Hátíðarsalurinn var skreyttur verkum nemenda sem þeir höfðu unnið á undanförnum dögum. Nemendur í þriðja bekk fluttu heilræðavísur. Nokkrir nemendur fluttu svo íslensk lög á hljóðfærin sín, píanó, flautu, selló og fiðlu. Allir í salnum sungu tvö lög sem sérstaklega voru valin af tónmenntakennaranum. Stuttmynd eftir 6. bekk var frumsýnd um þjóðsöguna Búkollu og nemendur í 7. bekkur sungu lagið "Undir þínum áhrifum" eftir þá Stefán Hilmarsson og Guðmund Jónsson úr hljómsveitinni "Sálin hans Jóns míns" og dönsuðu við það frumsaminn dans. Myndir frá samverustundinni eru í myndasafni skólans.