Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morfís-æfingar

01.11.2013
Morfís-æfingarÍ þessari viku höfum við verið svo heppin að hafa hjá okkur nokkra krakka úr FG. Þau hafa fengið lánaða aðstöðu hjá okkur vegna undirbúnings á Morfís (mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna) en FG keppir í kvöld á móti FS. Ræðuliðið tók rennslisæfingu á ræðunum sínum fyrir nemendur í 7.bekk Flataskóla. Það vakti lukku hjá okkar nemendum sem höfðu gaman af flutningnum og ekki er vafi á að áhugi þeirra á rökræðulist jókst við þennan atburð.

Við þökkum þessum sómanemendum úr FG fyrir samveruna þessa síðustu daga um leið og við óskum þeim velgengni í keppninni.

Til baka
English
Hafðu samband