Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bangsadagur í Flataskóla

25.10.2013
Bangsadagur í Flataskóla

Í dag fengu nemendur í 5 ára bekk skemmtilega heimsókn. Skólahópur leikskólans á Bæjarbóli kom með bangsana sína og fóru allir nemendurnir með þá inn á bókasafnið og hlustuðu á bangsasögu hjá Þóru kennara. Á eftir fóru allir út á leiksvæðið og léku sér  saman. Þetta er liður í verkefninu "Brúum bilið" en leikskólakrakkarnir koma árlega í heimsókn í Flataskóla til að heilsa upp á nemendur og skoða sig um.

Myndir voru teknar í tilefni heimsóknarinnar og eru fleiri myndir í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband