Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4. bekkur - útinám

04.10.2013
4. bekkur - útinám

Nemendur í 4. bekk fá kennslu úti við einu sinni í viku. Í þessari viku fengu þeir að spila hið skemmtilega kubbaspil - Víkingaspilið. Nemendum var skipt upp í hópa og var góð samvinna í öllum hópum og stóðu krakkarnir sig með prýði. Áður en leikurinn hófst voru leikreglur samræmdar en þörf var á því vegna þess að mörg barnanna höfðu áður spilað Víkingaspilið með fjölskyldum sínum eftir mismunandi reglum. Misjafnt var hversu margir kubbar voru felldir og kóngar féllu bæði á réttum tíma og röngum við mismikinn fögnuð viðstaddra. Allir skemmtu sér vel og nú þegar er búið að óska eftir að fá að fara aftur í þennan skemmtilega útileik.

Myndir frá útiverunni eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband