Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sólarveislur

02.10.2013
Sólarveislur

Í Flataskóla kappkosta kennarar að skapa nemendum sínum gott námsumhverfi með því að stuðla að stöðugleika í skólastarfi, góðum samskiptum og að nemendur upplifi reglulega ýmiss konar velgengni í námi og félagslífi. Í skólanum er stuðst við SMT skólafærni sem er útfærð frá bandarísku aðferðinni Positive Behavior Support/PBS og er innleidd í skólasamfélagið til að fyrirbyggja, draga út og stöðva hegðunarfrávik og þar með skapa jákvætt andrúmsloft. Allt starfsfólk skólans leitast við að gefa jákvæðri hegðun gaum og að nálgast nemendur með jákvæðum hætti. Einn þáttur í þessu kerfi er að veita nemendum sólarveislur þegar þeir hafa safnað "sólum" sem þeir fá fyrir góða hegðun og fjöldi sóla er orðinn sá að hann samsvarar 8 sólum á hvern nemanda í bekknum.

Nú hefur 2. bekkur safnað fyrir fyrstu sólarveislunni sinni sem haldin var á föstudag. Þeir völdu að hafa dótadag að þessu sinni en það er sameiginleg ákvörðun þeirra hvað þeir velja hverju sinni. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Fyrir stuttu fóru nemendur í öðrum bekk í raunvísindastofuna að leika sér með segla og er myndbandið hér fyrir neðan tekið við það tækifæri.

Til baka
English
Hafðu samband